Soja og engifermarineraður grísahnakki með steiktum hrísgrjónum og ristuðum kasjúhnetum
Uppskriftin er fyrir 4
Grísahnakinn
1 kg grísahnakki
100 ml sojasósa
100 gr engifer (fínt skorið)
50 gr mangóchutney
60 gr sesamolía
250 l appelsínusafi
1 stk hvítlaksgeiri
1 msk sambal oelek
1 msk allrahandakrydd
1 msk laukduft
Skerið grísahnakkann í ca 250 gr steikur og setjið á fat. Setjið allt hitt hráefnið saman í blender skál og blandið vel saman. Hellið helmingnum af vökvanum yfir kjötið og látið liggja á kjötinu í 4 klst. Geymið hinn helminginn í ískáp og berið fram með kjötinu. Hitið grill eða pönnu og steikið steikurnar á báðum hliðum þar til að þær eru grillaðar í gegn, skerið niður í þunna renninga og berið kjötið fram.
Steikt hrísgrjón með kasjúhnetum og vorlauk
250 gr shitake sveppir (má nota venjulega sveppi)
4 egg
100 gr smátt skornar gulrætur
150 gr frosnar grænar baunir (ófrosnar)
2 stk vorlaukur fínt skorinn
2 msk fínt skorin mynta
40 ml hrísgrjónaedik
30 ml sojasósa
1 msk sesamolía
500 gr soðin jasminhrísgjón
80 ristaðar kasjúhnetur (eldaðar við 150 gráðu hita í ofni í 30 min)
Olífuolía til steikingar
Hitið pönnu með ólífuolíu og steikið sveppina og gulræturnar þar til allt er orðið mjúkt í gegn. Brjótið eggin í skál og pískið þau í sundur og hellið út á pönnuna og hrærið vel í á meðan. Setjið svo baunirnar og hrísgrjónin út á pönnuna og blandið öllu varlega saman með sleif. Í lokinn setjið þið sojasósuna, sesamolíuna, vorlaukinn, kasjúhneturnar og myntuna saman við.