Grillað grísafilet með BBQ sósu og maíssalati

 

Uppskriftin er fyrir 4

 

Grillað grísafillet í BBQ sósu 

  • 800 gr grísafillet 

  • 200 ml ab mjólk 

  • 8 msk BBQ sósa 

  • 1 stk lime 

Skerið grísafille-ið í ca 200 gr steikur. Blandið BBQ sósunni og ab mjólkinni saman. Setjið kjötið í blönduna og látið standa yfir nótt. Setjið kjötið á heitt grillið og grillið í ca 2 mín á hvorri hlið. Haldið áfram að snúa kjötinu reglulega þangað til það er eldað í gegn. Kryddið með salti og pipar og kreistið limesafa yfir kjötið. 


Ristað maíssalat

  • 4 stk heill maís

  • 1 stk rauður chili (gróft skorinn)

  • ½ rauðlaukur (fínt skorinn)

  • 60 ml olífuolía

  • 1 stk lime safinn og börkurinn

  • 1 box kirsuberjatómatar (skornir í fernt)

  • ½ bréf gróft skorinn kóriander

  • sjávarsalt 

  • Svartur pipar úr kvörn.

Setjið heila maísinn á heitt grillið og grillið hann þar til hann er orðin svartur að utan allan hringinn. Takið utan af maísnum og skerið maískornin utan af stilknum. Blandið öllu hráefninum saman í skál og smakkið til með saltinu

BBQ sósa

  •  500 ml  tómatsósa 

  • 125  ml epla edik 

  • 125  ml maplesýróp  

  • 125 ml eplasafi 

  • 125  ml sætt sinnep 

  • 75  ml chipotle paste 

  • 1 stk laukur (fínt skorinn)

  • 2 stk hvítlauksrif 

  • 125  gr púðursykur 

  • 125 gr apríkósusulta  

  • Sjávarsalt 

Setjið allt hráefnið í pott og sjóðið við vægan hita í ca 45 mín eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur.  Maukið sósuna með töfrasprota og smakkið hana til með salti.

Previous
Previous

Soja og engifermarineraður grísahnakki með steiktum hrísgrjónum og ristuðum kasjúhnetum

Next
Next

Kartöflu frittada með aspas og kryddpylsum