1171512.jpg

"Við á Hamborgarafabrikkunni höfum átt í nánu samstarfi við Eyþór undanfarin ár. Okkur fannst staðurinn vera staddur á ákveðnum krossgötum og við vildum víkka sjóndeildarhringinn, fá inn fersk augu í vöruþróun og gæðamál. Og til allrar hamingju þá var Eyþór til í að stíga inn og vinna með okkur. Það var mikið gæfuspor enda er okkar mat að Fabrikkan hafi aldrei verið ferskari. Eyþór fór með okkur í gegnum allan hráefnapýramídann, við tókum inn nýtt og mýkra hamborgarabrauð, jukum fituinnihaldið í hamborgurunum, skiptum út frönskunum svo fátt eitt sé nefnt. Þegar því var lokið og Eyþór var orðinn sáttur við grunnatriðinn þá fór hann fyrst að dúndra út kraftaverkunum. El Fabrikanó, Svalan, Herra Hnetusmjör, Stefán Karl, Laddinn, Pizzaborgarinn, Áttuborgarinn, Vargurinn og Rúdolf, eru allt hamborgarar sem eru hvort tveggja í senn, frumlegir og alveg einstaklega bragðgóðir. Eyþór skilur nefnilega leikinn og hefur alveg ótrúlega hæfileika til að láta bæði einföld og flókin hráefni vinna saman og mynda magnaða heild".  


— Jóhannes Ásbjörnsson, Hamborgarafabrikkunni