Grísakjötslasagna

 

Uppskriftin er fyrir 6-8

 

Kjötsósan 

  • 2 hvítir laukar (skornir í litla teninga) 

  • 200 gr gulrætur ( skrældar og skornar í teninga) 

  • 2 sellerístilkar ( skorið i teninga)

  • 125 gr sveppir (skornir) 

  • 2 stk hvítlauksgeirar fínt rifnir

  • 1 msk þurrkað timian 

  • 1 kg grísahakk

  • 1,1 kg  maukaðir tómatar 

  • Olífuolía til steikingar 

  • 250 ml rauðvín( má sleppa)

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar úr kvörn 

Hitið stóran pott með olífuolíu í og steikið laukinn, gulræturnar, selleríið og sveppina í honum þar til að allt grænmetið er orðið mjúkt undir tönn. Bætið hakkinu, hvítlauknum og timianinu út í pottinn og brúnið hakkið þar til að það er eldað í gegn. Hellið rauðvíninu og tómötunum út í potinn og kryddið vel með salti og pipar sjóðið allt saman við vægan hita í 1-2 tíma eða þar til að sósan er orðin þykk. Smakkið til með salti og pipar eftir smekk.


Hvíta sósan 

  • 600 ml mjólk 

  • 1 tsk hvítlauksduft 

  • 70 gr smjör 

  • 90 gr hveiti

  • 1 tsk grænmetiskraftur 

Bræðið smjörið í potti, blandið hveitinu saman með písk. Hellið mjólkinn smá saman út í potinn og pískið í á meðan. Þegar sósan er orðin eins og þunnur grautur bætið þið grænmetiskraftinum og hvítlauksduftinu út í og smakkið til með saltinu og látið sjóða í nokkrar mínútur og hrærið í á meðan, ef þið gerið það ekki brennur sósan. 

Lasagnað

  • 1 pakki ferskar lasagna plötur (má líka nota þurrkaðar)

  • Smjörpappír 

  • 1 poki rifinn mozzarello ostur 

  • Kjötsósan 

  • Hvíta sósan 

Fyllið botninn á eldföstu móti með kjötsósunni setjið svo lasagna plöturnar ofan á sósuna og þar næst þunnt lag af hvítu sósunni yfir þær. Gerið nokkur lög í viðbót eða þar til að eldfasta mótið er að verða fullt. Endið á kjötsósunni og leggið smjörpappírsörk yfir eldfastamótið, setjið lasagnað inn í 180 gráðu heitann ofninn og bakið í 30 min. Takið lasagnað út og dreifið ostinum yfir lasagnað og bakið í 15-20 min í viðbót. Berið fram með klettasalati, kirsuberjatómötum, hvítlauksbrauði, parmesan og góðri extra virgin ólífuolíu.

Previous
Previous

Grísasnitzel með volgu kartöflusalati og brúnuðu kapers - lauk smjöri

Next
Next

Soja og engifermarineraður grísahnakki með steiktum hrísgrjónum og ristuðum kasjúhnetum