Morgunverðar quesadilla með pepperoni pylsum
Uppskriftin er fyrir 4
200 gr stjörnugrís pepperoni pylsur
½ rauðlaukur (smátt skorinn)
150 gr sveppir (skornir)
8 egg
100 ml rjómi
100 gr rifinn ostur
Niðursoðnar svartar baunir ( má sleppa )
4 stk tortillur
Olífuolía
Sjávarsalt
Skerið pylsurnar niður í litla teninga og setjið á heita pönnu ásamt sveppunum og lauknum, steikið þar til grænmetið er eldað í gegn. Brjótið eggin í skál og pískið þau saman ásamt rjómanum og ostinum og hellið svo út á pönnuna. Eldið í ca 3 min eða þar til að eggin eru elduð í gegn. Þerrið baunirnar vel og setjið út á pönnuna og blandið öllu saman og smakkið til með salti. Setjið blönduna inn í tortillunar og brjótið þær svo í helming. Steikið þær á pönnu eða bakið í 180 gráðu heitum ofni í 15 min.
Mangó og avacadósalsat
1 stk fullþroskað mangó (smátt skorið)
1 stk Avocado (skorið í bita)
1 stk rauð paprika (smátt skorin)
2 msk saxaður kóriander
2 msk ólífuolía
1 stk lime
Setjið allt nema lime saman í skál, rífið börkinn af lime-inu í skálina og kreistið safan yfir. Blandið öllu saman og berið fram með Quesadilla-inu