Avacadó rist með stökku beikoni, linsoðnu eggi, parmesan og vorlauk

 

Uppskriftin er fyrir 4

 
  • 200 gr beikon 

  • 3 stk avacado 

  • 1 stk sítróna

  • 1 box piccolo tómatar (skornir í helming)

  • 4 stk egg 

  • 1 stk vorlaukur fínt skorinn

  • 100 gr ferskur parmesan  

  • 4 stk súrdeigsbrauðsneiðar 

  • Extra virgin ólífuolía  

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar úr kvörn 

Skerið beikoni niður og steikið á pönnu þar til það er orðið stökkt, takið beikonið upp úr fitunni og setjið á pappír og þerrið. Setjið eggin ofan í sjóðandi vatn og sjóðið í 4 min. Takið utan af avacadóinu og skerið það í bita, setjið í skál. Kreistið sítrónusafa yfir það og hellið ca 1 msk af extra virgin ólífuolíunni yfir og kryddið með saltinu og piparnum. Penslið brauðið með ólífuolíunni og grillið það á grilli eða grillpönnu. Raðið avcadóinu fyrst á brauðið setjið svo tómatana, brjótið eggið yfir brauðið og setjið svo helling af stökka beikoninu yfir því næst parmesan og svo í lokinn vorlaukinn. Kryddið yfir allt með saltinu og piparnum. Berið fram með góðu salati og sítrónubát.

Previous
Previous

Morgunverðar quesadilla með pepperoni pylsum

Next
Next

Grillaður og fylltur portóbellósveppur með beikoni, spínati og eggi