Grillaður og fylltur portóbellósveppur með beikoni, spínati og eggi
Uppskriftin er fyrir 4
4 stk portóbellósveppir
1 pakki beikon
1 poki spínat
3 stk skallotlaukur (fínt skornir)
4 stk egg
1 stk kryddjurtarjómaostur
Sjávarsalt
Svartur pipar úr kvörn
Setjið portóbellósveppina á heitt grillið og grillið í 4 mín á hvorri hlið. Grillið beikonið í 1-2 mín á hvorri hlið eða þar til það er orðið stökkt. Skerið beikonið niður og setjið í skál ásamt skallotlauknum, spínatinu og kryddjurtaostinum. Blandið öllu saman og smakkið til með saltinu og piparnum. Takið sveppina af grillinu og setjið í álbakka. Skiptið fyllingunni jafnt á milli sveppanna og skiljð eftir holu í miðjunni á öllum sveppunum. Brjótið eggin varlega ofan í holurnar og kryddið yfir með salti og pipar og setjið bakann á heitt grillið í ca. 8 mín.
2 stk tómatar
Hvítlauksolía
Sjávarsalt
Svartur pipar úr kvörn.
Skerið tómatinn til helminga og setjið á heitt grillið og grillið þar til skinnið fer að losna. Takið skinnið af tómötunum hellið smá hvítlauksolíu yfir þá og kryddið með salti og pipar.