Grillaður og fylltur portóbellósveppur með beikoni, spínati og eggi

 

Uppskriftin er fyrir 4

 
  • 4 stk portóbellósveppir 

  • 1 pakki beikon 

  • 1 poki spínat 

  • 3 stk skallotlaukur (fínt skornir)

  • 4 stk egg  

  • 1 stk kryddjurtarjómaostur 

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar úr kvörn

Setjið portóbellósveppina á heitt grillið og grillið í 4 mín á hvorri hlið. Grillið beikonið í 1-2 mín á hvorri hlið eða þar til það er orðið stökkt. Skerið beikonið niður og setjið í skál ásamt skallotlauknum, spínatinu og kryddjurtaostinum. Blandið öllu saman og smakkið til með saltinu og piparnum. Takið sveppina af grillinu og setjið í álbakka. Skiptið fyllingunni jafnt á milli sveppanna og skiljð eftir holu í miðjunni á öllum sveppunum. Brjótið eggin varlega ofan í holurnar og kryddið yfir með salti og pipar og setjið bakann á heitt grillið í ca. 8 mín.

  • 2 stk tómatar 

  • Hvítlauksolía 

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar úr kvörn.

Skerið tómatinn til helminga og setjið á heitt grillið og grillið þar til skinnið fer að losna. Takið skinnið af tómötunum hellið smá hvítlauksolíu yfir þá og kryddið með salti og pipar.

Previous
Previous

Avacadó rist með stökku beikoni, linsoðnu eggi, parmesan og vorlauk

Next
Next

Aspas með pocheruðu eggi, hráskinku, ostinum feykir og beikonvinagrette