Aspas með pocheruðu eggi, hráskinku, ostinum feykir og beikonvinagrette

 

Uppskriftin er fyrir 4

 

Beikonvinagretta 

  • 100 gr hakkað beikon 

  • 100 ml ólífuolía 

  • 1 msk sinnep 

  • 1 msk skallotlaukur (fínt skorinn)

  • 100 ml olífuolía 

  • 1 stk sítróna 

  • 1 msk fínt skorinn rauður chili

  • 1 msk fínt skorinn graslaukur  

Steikið beikonið á pönnu þar til það er stökkt, hellið á pappír og þerrið. Setjð dijonsinnepið í skál og hellið ólífuolíunni varlega út í og hrærið með písk í á meðan. Kreistið safann úr sítrónunni út í skálina og blandið saman. Setjið beikonið og allt hitt hráefnið út í skálina og blandið öllu saman með skeið. Smakkið til með salti eftir smekk.

Aspasinn og eggið 

  • 20 stk grænn aspas 

  • 4 stk egg 

  • 8 sneiðar hráskinka 

  • 1 msk ljóst edik

  • Feykir 

  • 50 gr smjör 

  • Olífuolía 

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar úr kvörn

Setjið aspasinn á pönnu með ólífuolíu og smjöri og eldið í 3-5 min eða þar til aspasinn er mjúkur undir tönn. Pennslið brauðið með ólífuolíu á báðum hliðum og kryddið með salti og pipar, grillið á grillpönnu. Brjótið eggin í 4 litlar skálar. Sjóðið vatn í 2-3 litra potti með edikinu í, slökkvið undir pottinum og hellið eggjunm varleg út í potinn 1 stk í einu. Látið eggin eldast í pottinum í 3 min og takið þau svo upp úr pottinum með skeið, Setjið eggin á disk með eldhúsrúllu og þerrið eggin. Raðið öllu saman fallega ofan á brauðið og rífið ostinn yfir og kryddið með saltinu og piparnum.

Previous
Previous

Grillaður og fylltur portóbellósveppur með beikoni, spínati og eggi

Next
Next

Brunch pizza með pestó eggjum pepperoni pylsum og kotasælusalati