Mexíkóskar-grísakjötsbollur og avacadósalat borið fram í tortillu
Uppskriftin er fyrir 4
900 gr grísahakk
1 msk sambal olek
80 ml tequila
Safi og börkur af 1 lime
1 stk Jalapeno (fínt skorið)
200 gr soðin hrísgrjón
2 egg
1 stk laukur (fínt skorinn)
½ bréf kóríander (fínt skorið)
1 hvítlauksgeiri fínt rifinn
½ tsk cumin
¼ tsk kardimommur
6 gr fínt salt
Setjið allt hráefnið saman í skál og hnoðið með höndunum þar til allt er vel blandað saman. Mótið ca 30 gr bollur og setjið á bökunarplötu með bökunarpappír undir. Setjið inn í 200 gráðu heitann ofninn í ca 10 min.
Avocadó og tómatsalsa
2 stk avocadó
1 stk vorlaukur
2 box piccolo tómatar
½ bréf kóriander (fínt skorið)
1 stk lime safinn og börkurinn
100 gr niðursoðinn maís
1 msk fínt skorið jalapeno
Sjávarsalt
Takið steininn úr avacadóinu og skerið í bita, skerið vorlaukinn fínt niður og tómatana í helming. Setjið allt hráefnið saman í skál, blandið saman og smakkið til með saltinu.
Rjómaostakrem með lime
250 gr Rjómaostur
1 stk lime börkur og safi
Sjávarsalt
Setjið rjómaostinn í skál og hrærið saman við limebörkinn og safann, smakkið til með salti.
Berið fram í tortilla köku með salati ferskum kóriander og nachosflögum.