Nautasalat með graskeri, gráðaosti og hindberjavinagrette

Uppskriftin er fyrir 4

 
 

Nautafille  

  • 600 gr nautafille (fullhreinsað)

  • 100 ml appelsínusafi 

  • 100 ml ólífuolía 

  • 1 tsk fínt salt

  • ½ hvítlauksgeiri

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar úr kvörn

Skerið kjötið í 150 gr steikur og berjið það með kjöthamri þar til það er orðið 1 cm þykkt. Setjið appelsínusafann, saltið, hvítlaukinn og olíuna saman í matvinnsluvél og vinnið saman í 1 mín. Hellið blöndunni yfir kjötið og látið kjötið marinerast í 1-2 tíma. Steikið svo kjötið á heitri grillpönnu í ca 1,5 mín á hvorri hlið. Takið kjötið af pönnunni og leyfið því að hvíla undir álpappír í 10 mín. 

Hindberjavinagrette 

  • 100 ml ólífuolía 

  • 100 gr frosin hindber 

  • 2 msk balsamico edik

  • 2 msk maple síróp 

Setjið allt hráefnið saman í blender og blandið vel saman. 

Meðlæti 

  • 1 stk gráðaostur 

  • 1 stk rauðlaukur (skrældur)

  • ½ stk grasker 

  • ½ stk hunangsmelóna  

  • 50 ml ólífuolía  

  • 1 msk hvítlauksduft 

  • 1 tsk cayenne pipar 

  • 1 box baunaspírur 

  • 100 gr blandað salat

  • 50 gr ristaðar möndluflögur 

  • sjávarsalt

  • svartur pipar úr kvörn

Skerið rauðlaukinn gróft niður og graskerið í ca 2 cm þykka kubba og setjið í skál með þurrkryddunum og ólífuolíunni. Blandið þessu svo saman og kryddið með salti og pipar. Setjið í 200 gráðu heitan ofn og bakið í uþb. 20 mín eða þar til hvoru tveggja er eldað í gegn. Skrælið og skerið melónuna í stóra kubba og myljið gráðaostinn niður. Þvoið salatið og setjið á fat, raðið melónunum, lauknum og graskerinu ofan á það. Skerið kjötið í þunnar strimla, kryddið það með salti og pipar og dreifið jafnt yfir allt fatið. Endið á að dreifa hindberjavinaigrette, ostinum og baunaspírunum yfir kjötið.

Previous
Previous

Bökuð kjúklingabringa í heimalagaðri teriyaki sósu með núðlusalati.

Next
Next

Salat með grilluðum kartöflum, reyktri bleikju, grilluðum aspas og dill-kapers dressingu.