Bökuð kjúklingabringa í heimalagaðri teriyaki sósu með núðlusalati
Uppskriftin er fyrir 4
Teriyakisósa
100 ml vatn
100 ml sojasósa
3 msk hrígrjónaedik
55 gr döðlur
1 hvítlauksgeiri (gróft skorin)
30 gr engifer (fínt rifið)
2 msk hunang
Setjið allt hráefnið nema hunangið í pott og sjóðið við væga suðu í 30 min.
Bætið hunanginu út í og maukið allt saman með töfrasprota.
Bakaðar kjúklingabringur í teriyakisósu
4 stk kjúklingabringur
2/3 af teriyakisósunni
Veltið bringunum upp úr sósunni og látið þær standa í henni í ca 5 tíma.
Setjið bringurnar í eldfast mót og inn í 150°c heitann ofn í 50 min eða þar til þær hafa náð 73°c í kjarnhita. Takið þær svo út úr ofninum og setjið álpappír yfir bringurnar og látið þær standa í 15 min áður en þær eru bornar fram. Skerið bringurnar svo í þunnar sneiðar og berið fram með afganginum af teriyaki sósunni.
Núðlur í sesam sojadressingu með brokkolí, gulrótum, papriku og rauðlauk
50 ml sojasósa
2 msk hunang
2 msk hrísrgjóna edik
50 ml sesamolía
100 ml olífuolía
1 hvítlauksrif
1/3 bréf kóriander
Setjið allt saman í matvinnsluvél og maukið saman.
Núðlur
250 gr eggjanúðlur
300 gr gulrætur (skrældar og smátt skornar)
1 haus brokkolí (smátt skorið)
1 stk rauð paprika (kjarnhreinsuð og skorin í þunna renninga)
1/3 stk rauðlaukur (fínt skorin)
½ bréf kóriander (gróft skorin)
Ólífuolía til steikingar
Sjávarsalt
Svartur pipar úr kvörn
Hitið pönnu með vel af ólífuolíu og steikið allt grænmetið á miðlungs hita í 10 min eða þar til grænmetið er eldað í gegn og kryddið með salti og pipar. Sjóðið núðlurnar eftir leiðbeiningum á pakka. Hellið vatninu af núðlunum og setjið þær á pönnuna með grænmetinu. Slökkvið á hitanum undir pönnunni og bætið 2/3 af dressingunni út á ásamt kóriandernum og blandið vel saman. Berið restina af dressingunni fram með núðlunum.