Heilsteikt nautalund í pipar og villisveppahjúp með fylltum kartöflum
Uppskriftin er fyrir 4
1 stk nautalund
1 msk sinnepsfræ
1 msk svört piparkorn
25 gr þurrkaðir villisveppir
1 msk reykt paprikuduft
½ tsk chiliflögur
1 msk timian
1 msk sjávarsalt
olía til steikingar
100 gr smjör
Setjið kryddin og villisveppina saman í mortel og brjótið niður. Veltið nautalundinni upp úr blöndunni, hitið pönnu með olíu og brúnið lundina allan hringinn, setjið smjörið í lokin á pönnuna og ausið því yfir lundina. Setji lundina ásamt smjörinu í eldfast form og setjið inn í 200 gráðu heitann ofn í 15 min eða þar til lundin hefur náð 46°c í kjarnhita. Takið lundina út úr ofninum og setjið álpappír yfir og látið hvíla í 15 min áður en hún er borin fram.
Fylltar kartöflur með beikoni rauðlauk og dijonsinnepi
4 stk bökunarkartöflur
½ bréf beikonkurl
1 stk rauðlaukur
1/3 poki steinselja
1 msk dijon sinnep
250 ml rjómi
sjávarsalt
150 gr rifinn ostur
Bakið kartöflurnar við 200°c í 80 min eða þar til þær eru fullbakaðar.
Skafið innan úr kartöflunum og geymið innihaldið í sér skál, setjið kartöfluhýðið í eldfast mót. Hitið pönnu og steikið beikonkurlið þar til það er að verða stökkt og bætið því næst rauðlauknum út á pönnuna, steikið hann þar til hann er orðin mjúkur og bætið svo rjómanum út á pönnuna og látið hann sjóða í ca 2 min. endið á að setja sinnepið, kartöflurnar og steinseljuna út á pönnuna og blanda öllu saman og smakkið til með salti. Fyllið kartöfluhýðið með kartöflublöndunni, dreifið ostinum jafnt yfir og setjið inn í 180°c heitan ofninn í 20 min.