Hægeldað nauta rib eye, bakað grænmeti í kryddolíu og tómat, steinseljuvinagretta.
Uppskriftin er fyrir 4
800 gr nauta rib eye
2 stk hvítlauksgeirar
olía til steikingar
Sjávarsalt
Svartur pipar úr kvörn
Hitið pönnu og brúnið ribeyeið að utan allan hringinn þar til það er orðið gullin brúnt. Skerið hvítlaukinn gróft niður og stráið yfir kjötið.
Kryddið kjötið vel allan hringinn og setjið inn í 65 gráðu heitan ofninn í 5 klst.
Tómat steinseljuvinagrette
170 ml ólífuolía
30 ml rauðvínsedik
3 stk fínt skornir skallotlaukar
1 stk fínt rifinn hvítlaukur
2 stk tómatar skornir í teninga
20 gr steinselja fínt skorin
1 tsk oregano
½ tsk chiliduft
1 tsk paprika
1 tsk cumin
1 msk maple síróp
Sjávarsalt
Svartur pipar úr kvörn
Blandið ólífuolíunni og edikinu saman með písk. Bætið restinni af hráefninu út í og smakkið til með saltinu og piparnum. Látið standa inn á kæli í minnst 2 tíma fyrir notkun.
Bakað grænmeti í kryddolíu
Kryddolía
100 ml olífuolía
1 tsk oregano þurrkað
1 tsk chiliduft
1 tsk cumin
1 tsk paprikuduft
1 tsk hvítlauksduft
1 msk sjávarsalt
Setjið allt hráefnið saman í skál og pískið það saman
1 stk skræld og skorin sellerírót
16 stk smá mais
1 stk rauð paprika
1 stk rauðlaukur
Sjávarsalt
Svartur pipar úr kvörn
Skrælið og skerið grænmetið í grófa bita. Hellið síðan olíunni yfir grænmetið. Setjið inn í 180 gráðu heitan ofninn í 30 mín. Takið út úr ofninum og smakkið til með saltinu og piparnum.