Lambaribeye í harissa marineringu með epla og brokkolíhrásalati
Uppskriftin er fyrir 4
Lambaribeye
800 gr lambaribeye
Marinering
2 msk harissapaste
100 gr grísk jógúrt
½ bréf kóriander
1 msk cumin
1 msk sjávarsalt
Setjið grísku jógúrtina ásamt harissa pastinu í skál og hrærið saman. Skerið kórianderinn gróft niður og bætið út í ásamt cumin og sjávarsalti. Setjið ribeyeið í bakka með marineringunni, veltið kjötinu upp úr marineringunni og látið standa í henni í 12 - 24 tíma.
Hitið ofninn upp í 200°c. Setjið kjötið í eldfast mót og eldið kjötið í 15 min. Takið kjötið út úr ofninum og setjið álpappír yfir eldfasta mótið og látið kjötið hvíla í 15 min. Skerið svo kjötið niður og kryddið yfir það með sjávarsalti.
Epla og brokkolí hrásalat með ristuðum kasjúhnetun
Dressing fyrir hrásalat
250 gr grísk jógúrt
100 gr majónes
2 msk flórsykur
1 msk cumin malað
1 stk lime
Setjið allt hráefnið nema lime í skál. Rífið börkinn af lime með fínu rifjárni og kreistið svo safann úr því í skálina. Blandið öllu saman með písk.
Hráefni í salat
1 stk grænt epli
1 haus brokkolí
1stk rauð paprika
½ bréf ferskur kóriander
100 gr kasjúhnetur
Hitið ofninn upp í 150°c og eldið kasjúhneturnar í 25 min. Takið stilkinn af brokkolíinu og rífið það niður í grófu grófu rifjárni. Skerið paprikunni í strimla og eplið í ca 0,5 cm teninga, skerið kórianderinn gróft niður. Setjið allt hráefnið saman í skál og hellið dressingunni yfir og blandið saman. Berið fram með kasjúhnetunum.