Hægeldaðir lambaleggir í indverskum kryddum með grænmeti bökuðu í kókosmjólk.

Uppskriftin er fyrir 4

 
 
  •  4 stk lambaleggir 

  • 2 hvítlauksgeirar 

  • 1 stk sítróna (börkurinn fínt rifinn) 

  • 1 msk laukduft 

  • 1 msk turmerik 

  • 1 msk cumin 

  • 1 msk svartur pipar 

  • 1 stk chili fínt skorið

  • 1 msk salt 

  •  4 msk olífuolía 

  • 1 liter kjúklingasoð (eða vatn og kjúklingakraftur)

 

Skrælið hvítlauksrifin og rífið hvítlaukinn fínt niður í skál með sítrónuberkinum, þurrkryddunum og saltinu. Setjið lambaleggina í eldfast mót eða ofnskúffu, hellið ólífuolíunni yfir lambaleggina og kryddið þá með kryddblöndunni allan hringinn. Setjið bakkann inn í 190°c heitann ofn og eldið í 25 min. Hellið kjúklingasoðinu svo yfir leggina, setjið álpappír yfir bakann og setjið hann aftur inn í ofninn og eldið í 1 klst. Snúið lambaleggjunum svo við og eldið í 1 klst í viðbót. 

 

Bakað grænmeti í kókosmjólk

  • ½ kg gulrætur 

  • ½ stk sellerírót 

  • 1 stk rauðlaukur

  • 1 stk sæt kartafla 

  • 400 ml kókosmjólk 

  • 2 msk grænmetiskraftur 

  • 1 tsk laukduft 

  • 1 tsk turmerik 

  • 1 msk sjávarsalt 

Skrælið og skerið allt grænmetið niður í álíka stóra teninga og setjið í eldfast mót. Blandið kókosmjólkinni, grænmetiskraftinum, laukduftinu, turmerikinu, og sjávarsaltinu öllu saman og hellið yfir grænmetið og bakið við 190 gráðu hita í 50 min.

Karrýsósa

  •  600 ml af soðinu af lambaleggjunum

  • 400 ml af kókosmjólk 

  • 2 msk grænmetiskraftur 

  • 2 msk karrý 

  • 2 msk sósujafnari 

  • Sjávarsalt 

 Setjið allan vökvann saman í pott og sjóðið upp á honum og þykkið hann með sósujafnaranum. Bætið grænmetiskraftinum og karrýinu út í sósuna og smakkið sósuna til með saltinu.

ERIII4252 copy 2.jpg
Previous
Previous

Lambaribeye í harissa marineringu með epla og brokkolíhrásalati

Next
Next

Steiktar lambalundir með pistasíum bornar fram með hægelduðum gulrótum, chorizo og trufflumajónesi.