Lambalæri með dilli, kapers og hvítlauk. Kremað brokkolí og grænkál

Uppskriftin er fyrir 4

 
 

Lambalæri með dilli kapers og hvítlauk

  • 1 stk lambalæri 

  • 1 bréf ferskt dill – gróft skorið

  • 5 stk hvítlauksgeirar grófskornir  

  • 2 msk grófmalaður svartur pipar 

  • 3 msk lítill kapers 

  • 2 msk sjávarsalt 

  • 100 ml ólífuolía 

Setið lambalærið í eldfast mót, blandið öllu hinu hráefninu saman í skál og hjúpið lærið með því. Látið standa inni í ísskáp yfir nótt. Setjið inn í 150 gráðu heitan ofninn í 2 klst.

Kremað brokkolí og grænkál 

  • 1 stk stór brokkolíhaus 

  • 150 gr grænkál 

  • 1 stk steinseljurót ca 200 gr  

  • 1 hvítlauksgeiri fínt rifinn 

  • olía til steikingar 

  • safi úr ½ sítrónu 

  • 250 ml rjómi 

  • grænmetiskraftur 

  • svartur pipar úr kvörn

  • sjávarsalt

Skerið brokkolíið niður í toppa, skrælið og skerið steinseljurótina niður í litla teninga. Takið stilkinn úr grænkálinu og skerið það fínt niður. Hitið pönnu með olíu og setjið steinseljurótina og brokkolíið á pönnuna og steikið í ca 5 min. Bætið rjómanum, hvítlauknum og grænkálinu út á pönnuna og látið sjóða í ca 5 mín eða þar til grænmetið er orðið mjúkt í gegn. Smakkið til með saltinu piparnum og grænmetiskraftinum.

ER3059.jpg
Previous
Previous

Lambainnanlæri í myntu og fetaosthjúp. Couscus með blómkáli granataeplakjörnum og möndlum.

Next
Next

Hægeldað lambalæri í tómat, hvítlauk og basil. Borið fram með brokkolí tómat og mozzarella kartöflum