Hægeldað lambalæri í tómat, hvítlauk og basil. Borið fram með brokkolí tómat og mozzarella kartöflum

Uppskriftin er fyrir 4

 
 
  • 1 stk Lambalæri 

Tómat, hvítlauks og basil marinering 

  • 100 gr tómatpurré 

  • 2 tómatar

  • 2 hvítlauksgeirar (fínt rifnir)

  • ½ bréf basil

  • ½ rautt chili 

  • 150 ml ólífuolía 

  • salt 

Skerið tómatana í fernt og setjið í matvinnsluvél með öllu hinu hráefninu og vinnið saman í ca. 1 mín. Setjið lambalærið í ofnskúffu og hellið marineringunni yfir lærið og nuddið henni vel inn í lærið. Látið lambalærið standa í 24 klst inni í ísskáp. Setjið lærið inn í 150 gráðu heitan ofninn og eldið í 2 ½ klst. 

Brokkolí, tómat og mozzarella kartöflur 

  • 700 gr soðnar kartöflur 

  • ½ stk rauðlaukur (skrældur og gróft skorinn)

  • 1 box kirsuberjatómatar (skornir í tvennt)

  • 1 stk brokkolí 

  • 100 poki mozzarellakúlur 

  • 1 tsk hvítlauksduft

  • 1 sítróna (börkurinn) 

  • 100 ml rjómi 

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar úr kvörn 

Skrælið og skerið kartöflurnar í fernt og setjið í skál, skerið brokkolíið gróft niður og setjið í sömu skálina með rauðlauknum og kirsuberjatómötunum. Setjið síðan mozzarellakúlurnar út í skálina og ásamt hvítlauksduftinu, sítrónuberkinum og rjómanum. Kryddið til með vel af salti og pipar og setjið svo allt saman í eldfast mót inn í 150 gráðu heitan ofninn 40 min.

ERIII4196.jpg
Previous
Previous

Lambalæri með dilli, kapers og hvítlauk. Kremað brokkolí og grænkál

Next
Next

Lambafille fyllt með sveppum, kapers og hvítlauk. Borið fram með bökuðum sætum kartöflum og jógúrtdr