Hægeldað lambalæri í tómat, hvítlauk og basil. Borið fram með brokkolí tómat og mozzarella kartöflum
Uppskriftin er fyrir 4
1 stk Lambalæri
Tómat, hvítlauks og basil marinering
100 gr tómatpurré
2 tómatar
2 hvítlauksgeirar (fínt rifnir)
½ bréf basil
½ rautt chili
150 ml ólífuolía
salt
Skerið tómatana í fernt og setjið í matvinnsluvél með öllu hinu hráefninu og vinnið saman í ca. 1 mín. Setjið lambalærið í ofnskúffu og hellið marineringunni yfir lærið og nuddið henni vel inn í lærið. Látið lambalærið standa í 24 klst inni í ísskáp. Setjið lærið inn í 150 gráðu heitan ofninn og eldið í 2 ½ klst.
Brokkolí, tómat og mozzarella kartöflur
700 gr soðnar kartöflur
½ stk rauðlaukur (skrældur og gróft skorinn)
1 box kirsuberjatómatar (skornir í tvennt)
1 stk brokkolí
100 poki mozzarellakúlur
1 tsk hvítlauksduft
1 sítróna (börkurinn)
100 ml rjómi
Sjávarsalt
Svartur pipar úr kvörn
Skrælið og skerið kartöflurnar í fernt og setjið í skál, skerið brokkolíið gróft niður og setjið í sömu skálina með rauðlauknum og kirsuberjatómötunum. Setjið síðan mozzarellakúlurnar út í skálina og ásamt hvítlauksduftinu, sítrónuberkinum og rjómanum. Kryddið til með vel af salti og pipar og setjið svo allt saman í eldfast mót inn í 150 gráðu heitan ofninn 40 min.