Kjúklingalundir í filodeigi með sojadipping og köldu hrísgrjónasalati

Uppskriftin er fyrir 4

 
 

Kjúklingalundir í filo deigi 

  • 600 gr kjúklingalundir 

  • 2 msk grænt karrýpaste

  • 2 msk ólífuolía 

  • 1 pakki filo deig (eða won ton deig)

Hrærið olíunni og karrýpastinu saman og hellið yfir kjúklingalundirnar. Farið í einnota hanska og nuddið blöndunni vel inn í lundirnar. Látið lundirnar svo inn í ísskáp og látið standa þar í 6-10 klst. Skerið filódeigið þannig að kjúklingalundirnar passi á það og rúllið svo lundunum inn í filódeigið, hitið pönnu með mikið af olíu í upp í miðlungshita og steikið lundirnar í ca 16 min. Snúið lundunum á 2 min fresti á meðan þið steikið þær. Leggið lundirnar á eldhúspappír og þerrið olíuna af þeim áður en þið berið þær fram.

Kalt hrísgrjónasalat 

  • 600 gr soðin jasmin hrísgrjón (köld)

  • 3 stk vorlaukur (fínt skorin)

  • 1 haus brokkolí (gróft skorið)

  • ½ súkíní (gróft skorið)

  • 1 stk appelsínugul paprika (kjarnhreinsuð og gróft skorin) 

  • 1 msk Grænt karrýpaste 

  • 1 msk sesamolía 

  • 3 msk fiskisósa 

  • 1 stk lime (Safinn)

  • ólífuolía til steikingar 

Hitið pönnu með ólífuolíu til steikingar og setjið allt grænmetið nema vorlaukinn út á pönnuna og steikið þar til það fer að mýkjast. Blandið karrýpastinu, sesamolíunni og fiskisósunni saman og hellið út á pönnuna og takið svo grænmetið strax af pönnuni og setjið í skál með hrísgrjónunum og vorlauknum, kreistið safann úr limeinu yfir og blandið öllu saman.  

Sojadipping 

  • 4 msk Sojasósa

  • 1 msk hunang

Setjið sojasósuna og hunangið saman í skál og hrærið saman með písk. Setjið í litlar skálar og berið fram með kjúklingnum.

ERIII4243.jpg
Previous
Previous

Heill kjúklingur með chili og lime, bökuðu rótargrænmeti, sætum kartöflum og kaldri karrýdressingu.

Next
Next

Parmesan og rósmarín kjúklingabringur með tómat-beikonsósu og gnocchi.