Heill kjúklingur með chili og lime, bökuðu rótargrænmeti, sætum kartöflum og kaldri karrýdressingu
Uppskriftin er fyrir 4
Bakað rótargrænmeti og sætar kartöflur
½ stk sellerírót
500 gr gulrætur
1 stk stór sæt kartafla
1 stk rauðlaukur
3 msk sojasósa
3 msk balsamico
3 msk olífuolía
2 msk hunang
sjávarsalt
svartur pipar úr kvörn
10 – 15 greinar ferskt timian eða ½ - 1 tsk þurrkað timian.
Skrælið og skerið grænmetið niður í ca 2 cm kubba, setjið í stórt eldfast form og hellið sojasósu, balsamico, ólífuolíu og hunanginu yfir, kryddið með salti og pipar. Dreifið timianinu yfir allt grænmetið í lokin.
Kjúklingur
1 stk heill kjúklingur
1 stk lime
10 greinar ferskt timian eða ½ tsk þurkað timian
1 tsk hvítlauksduft
1 msk sambal oelek
1 msk sjávarsalt
3 msk olífuolía
Rífið börkinn af lime og kreistið safann af því í skál, bætið hvítlauksdufti, sambal oelek, ólífuolíu og sjávarsalti út í og hrærið öllu vel saman. Skerið kjúklinginn eftir endilöngu bringu megin. Hjúpið kjúklinginn með kryddblöndunni allan hringinn og leggjið hann svo ofan á grænmetið.
Setjið kjúklinginn inn í 200°c heitann ofninn og eldið í 1 klst eða þar til kjúklingurinn hefur náð 73°c í kjarnhita.
Köld karrýdressing
2 dósir hrein jógúrt
½ msk karrýpaste
1 stk lime(börkurinn)
1 msk hunang
salt
Hellið jógúrtinu í skál og bætið karrýpastinu út í ásamt fínt rifnum berkinum af lime og hunangi. Hrærið öllu saman, smakkið til með salti og berið fram með kjúklingunum.