Fylltar kjúklingabringur í parmaskinkuhjúp með villisvepparisotto, spínati og kirsuberjatómötum

Uppskriftin er fyrir 4

 
 

Villisvepparisotto

  • 300 gr risottogrjón

  • 100 gr frosnir villisveppir (gróft skornir)

  • 3 stk skallotlaukar (fínt skorin)

  • 2 stk hvítlauksgeirar (fínt skorin)

  • 200 ml hvítvín

  • 800 ml kjúklingasoð (eða vatn og kjúklingakraftur)

  • Olía til steikingar

  • ½ stk teningur af sveppakrafti

  • Sjávarsalt

  • Svartur pipar úr kvörn

  • 100 gr fínt rifinn parmesan ostur

  • 1 box konfektómatar (skornir í helming)

  • ½ poki spínat 

Hitið pott með olíu og steikið skallotlaukinn og hvítlaukinn þar til hann er mjúkur. Bætið grjónunum út í pottinn ásamt villisveppunum og villisveppakraftinum. Hellið hvítvíninu út í og látið það sjóða niður um helming. Bætið svo kjúklingasoðinu út í og sjóðið í ca 16-18 min eða þar til grjónin eru orðin næstum mjúk í gegn alla leið. Bætið parmesanostinum saman við og blandið vel saman. Endið á að setja spínatið og kirsuberjatómatana út í og blandið öllu varlega saman og smakkið til með salti og pipar eftir smekk.

 

Fylltar kjúklingabringur í parmaskinkuhjúp

  • 4 stk kjúklingabringur

  • 12 stórar sneiðar parmaskinka

  • 1 stk villisveppasmurostur

  • Ólífuolía

  • Svartur pipar úr kvörn

Stingið gat í miðjar kjúklingabringurnar eftir endilöngu með litlum hníf. Setjið smurostinn í sprautupoka, troðið sprautupokanum inn í gatið og fyllið bringurnar með ostinum. Leggjið plastfilmu á borðið og leggið 3 sneiðar af hráskinku ofan á plastfilmuna. Leggið svo kjúklingabringuna ofan á skinkuna og rúllið bringunni upp með plastfilmunni þar til hún hefur hjúpað alla bringuna. Takið plastfilmuna utan af bringunum og setjið þær í eldfast form með bökunarpappír undir og kryddið yfir þær með pipar og hellið smá ólífuolíu yfir þær. Setjið inn í 190 gráðu heitann ofn í 25 min eða þar til þær hafa náð 73°c í kjarnhita.

ERIII4175.jpg
Previous
Previous

Kjúklingalæri í grænkarrýsósu með ananas og spínatsalati

Next
Next

Heill kjúklingur með chili og lime, bökuðu rótargrænmeti, sætum kartöflum og kaldri karrýdressingu.