Kjúklingalæri í grænkarrýsósu með ananas og spínatsalati

Uppskriftin er fyrir 4

 
 

Kjúklingalæri 

  • 800 gr úrbeinuð kjúklingalæri 

  • 1 msk hvítlauksduft 

  • 1 tsk fínt salt 

  • 1 msk malað engifer

  • 1 msk sesamolía 

  • 2 msk sojasósa 

  • 2 msk olífuolía 

Setjið kjúklingalærin í skál ásamt öllum kryddunum og ólíunum. Blandið öllu saman og látið stand  inn á kæli í 24 tíma. Setjið í eldfast form inn í 200 gráðu heitan ofninn í 20 mín eða þar til lærinn ná 73 gráðum í kjarnhita

Grænkarrýsósa 

  • 1 laukur 

  • 1 hvítlauksrif 

  • Olía til steikingar 

  • ½ líter matreiðslurjómi

  • 100 ml vatn 

  • 3 tsk grænt karrýpaste 

  • 1 tsk kjúklingakraftur 

  • ½ stk lime  bara safi  

  • Fínt salt 

  • Sósujafnari

Skerið laukinn og hvítlaukinn fínt niður og steikið létt í potti. Hellið rjómanum út í pottinn ásamt karrýpastinu og kjúklingakraftinum. Maukið allt saman með töfrasprota og þykkið með sósujafnaranum eftir smekk. Smakkið til með saltinu og limesafanum.

Spínat og ananassalat 

  • ½ ananas 

  • ½ hunangsmelóna 

  • ½  stk vorlaukur 

  • 1 msk fínt skorinn rauður chili 

  • 2 msk fínt skorinn kóriander 

  • 80 gr ristaðar kasjúhnetur

  • Salt 

  • 1 poki spínat 

  • ½ lime safi  og börkur 

  • 4 msk ólífulía 

Skrælið og skerið ananasinn og melónuna í litla bita. Skolið vorlaukinn og skerið hann fínt niður. Blandið öllu nema spínatinu saman í skál og smakkið til með salti. Skerið spínatið niður í þunnar ræmur og setjið út í skálina með hinu hráefninu. Setjið í fallegt fat og berið fram.

Gott er að bera þennan rétt fram með hrísgrjónum

ER3120.jpg
Previous
Previous

Kjúklingabringa á súrdeigsbrauði með epla hrásalati og avokadó frönskum

Next
Next

Fylltar kjúklingabringur í parmaskinkuhjúp með villisvepparisotto, spínati og kirsuberjatómötum.