Flatbaka með tómatpestó, bökuðu eggaldin, hægeldaðri kjúklingabringu eða hráskinku
Uppskriftin er fyrir 4
Tómatpestó
100 ml ólífuolía
120 gr tómatpurré
50 gr ristaðar kasjúhnetur
35 gr rifinn parmesan ostur
½ búnt graslaukur
Sjávarsalt
Setjið allt hráefnið saman í blender eða matvinnsluvél og vinnið vel saman, smakkið til með saltinu.
Flatbökubotn
250 gr spelt
50 gr sólblómafræ
50 gr graskersfræ
50 heslihnetuflögur
1 tsk lyftiduft
2 tsk oregano
1 tsk sjávarsalt
3 msk ólífuolía
180-200 ml vatn
Blandið þurrefnunum saman í hrærivélaskál, bætið olíunni út í og hellið vatninu rólega saman við í lokin. Skiptið deiginu upp í 4 hluta og gerið úr því 4 flatbökur. Setjið á bökunarplötu með bökunarpappír undir og inn í 200 gráðu heitan ofninn í 7 mín. Takið botninn út og látið hann standa og kólna í 10 mín.
Meðlæti á flatböku
1 stk eggaldin
1 msk paprikuduft
1 msk hvítlauksduft
1 askja konfekt tómatar
1 msk hvítlauksolía
4 msk niðursoðið balsamic edik
1 poki klettasalat
2 msk ristaðar heslihnetuflögur
12 stk pikklaðir perlulaukar
kjúklingur og hráskinka
4 msk rifinn parmesan ostur
ólífuolía
Sjávarsalt
Svartur pipar úr kvörn
Skerið eggaldinið í ca. 20 bita og setjið í skál með ólífuolíunni, paprikuduftinu og hvítlausduftinu og blandið vel saman. Setjið á bökunarplötu og inn í 210 gráðu heitan ofninn í 20-25 mín eða þar til eggaldinið er orðið stökkt að utan. Skerið konfekt tómatana í fernt og setjið í skál með balsamic edikinu og hvítlauksolíunni og kryddið með saltinu og piparnum. Smyrjið pestóinu yfir botninn, raðið svo öllu hráefninu saman á bökuna og rífið ferskan parmesan yfir.
Hægelduð kjúklingabringa í tómat-hvítlauk og oregano
2 stk kjúklingabringa
1 flaska tómat passata
1 hvítlauksgeiri
1 msk origano
1 msk sjávarsalt
1 msk grænmeti þurrkraftur
Sjávarsalt
Svartur pipar úr kvörn
Setjið allt hráefnið nema kjúklingabringurnar í pott og sjóðið saman í 20 mín. Maukið síðan með töfrasprota og smakkið til með saltinu og piparnum. Setjið kjúklingabringurnar í eldfast mót og hellið sósunni yfir. Setjið inn í 180 gráðu heitan ofninn í 20-25 mín. eða þar til bringurnar hafa náð 74 gráðum í kjarnhita.