Kjúklingabringur Milanese

Uppskriftin er fyrir 4

 

Kjúklingabringurnar 

  • 4 stk kjúklingabringur 

  • 300 gr brauðraspur 

  • 150 gr hveiti 

  • 4 stk egg 

  • ólífuolía 

  • 200 gr Smjör 

  • sjávarsalt 

  • svartur pipar úr kvörn  

  • 2 stk sítrónur 

Berjið kjúklingabringurnar niður með kjöthamri þar til þær eru orðnar ca. 5 mm þykkar. Brjótið eggin og sláið þau í sundur með písk og setjið í djúpan disk. Setjið hveitið í annan djúpan disk og raspinn enn annan djúpan disk. Byrjið á að velta bringunum upp úr hveitinu, svo eggjunum og svo raspinum í lokin. Hitið pönnu með vel af olífuolíu og smjöri þar til smjörið fer að freyða. Setjið bringuna ofan í og steikið við ca ½ styrk þar til raspurinn er orðinn gylltur og fallegur. Snúið bringunum við og steikið þar til þær hafa náð sama lit á hinni hliðinni og eru eldaðar í gegn, kryddið með saltinu og piparnum og kreistið ferskan sítrónu safa yfir rétt áður en þær eru borðaðar.


Heimalöguð tómatsósa

  • 1 stk laukur 

  • 3 stk hvítlauksgeirar

  • 2 dósir niðursoðnir tómatar (400 gr. stk.) 

  • 2 msk grænmetiskraftur 

  • 3 msk hlynsíróp 

  • 1 msk hvítlauksduft

  • 1 tsk þurrkað basil

  • ólífuolía 

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar úr kvörn 


Skerið laukinn og hvítlaukinn fínt niður og setjið í pott með ólífuolíunni og steikið við vægan hita þar til hann fer að mýkjast. Bætið tómötunum, hvítlauksdufti  og basil út í og látið sjóða í ca. 1 klst við vægan hita. Maukið sósuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél og smakkið til með grænmetiskraftinum, hlynsírópinu, saltinu og piparnum.

Spaghetti

  • 1 pakki spaghetti

  • 1 biti parmesan ostur 

  • ólífuolía 

Sjóðið spaghettið og sigtið vatnið af því. Hellið olífuolíu yfir það og kryddið með salti og pipar. Berið fram með parmesanostinum

ER2527.jpg
Next
Next

Flatbaka með tómatpestó, bökuðu eggaldin, hægeldaðri kjúklingabringu eða hráskinku