Vanillukrem og marengs með jarðarberjum og bláberjum
Uppskriftin er fyrir 4
Marengs
4 eggjahvítur
250 gr sykur
1tsk sítrónusafi
1 tsk Maísmjöl (Maizena)
1 tsk vanilludropar
1 askja jarðaber, skorin
1 askja bláber
Hitið ofninn í 150 gráður. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru stífar. Bætið sykrinum út í smám saman og þeytið í ca. 4 mín. Bætið við sítrónusafa, maizenamjöli og vanilludropunum og blandið öllu saman í ca. 1 mín. Setjið marengsinn í sprautupoka og skerið gat á hann sem er á stærð við krónupening. Sprautið marengsinum í fallega toppa á ofnplötu með smjörpappír á. Setjið inn í 150 gráðu heitan ofninn og bakið í 1 klst. Slökkvið á ofninum og látið marengsinn standa inn í honum í ca. 2 klst.
Vanillukrem
½ liter mjólk
1 stk vanillustöng
125 gr sykur
125 gr eggjarauður
25 gr maizenamjöl
50 gr smjör skorið í litla kubba
½ liter þeyttur rjómi
1 stk marensbotn
1 box jarðarber
1 box hindber
Hitið mjólk og vanillustangir saman í potti upp að suðumarki.Setjið eggjarauður, sykur og maizenamjölið saman í annan pott og hrærið vel saman. Hellið heitri mjólkurblöndunni út í potinn með eggjarauðunum og setjið á heita hellu, hrærið stöðugt í pottinum þangað til að blandan byrjar að þykkna. Takið blönduna af hellunni og sigtið yfir í skál og blandið smjörinu út í, gott er að nota töfrasprota til þess. Kælið blönduna í 12 tíma. Blandið þeytta rjómanu út í blönduna þá er kremið tilbúið. Brjótið marensinn í bita í höndunum og setjið í botninn á formi, smyrjið vanillukreminu ofan á marensinn, skerið jarðarberinn í fernt og stráið jarðarberjunum og bláberjunum yfir vanillukremið.