Hvít súkkulaðimús með vanillukexi

Uppskriftin er fyrir 4

 
 
  • 1 dolla grískt jógúrt 

  • 200 gr hvítt súkkulaði 

  • 4 msk rjómi 

Bræðið súkkulaðið í rjómanum og blandið því svo varlega út í grísku jógúrtina og setjið í skálar. Skreytið með vanillukexinu og ávöxtunum þegar músin er orðin stíf.

Vanillukex 

  • 300 gr smjör

  • 150 gr sykur

  • 1 stk vanillustöng 

  • 450 gr hveiti 

Hrærið smjörið og sykurinn saman þar til það er orðið ljóst og létt, blandið svo vanilunni og hveitinu saman við. Setjið í kæli og látið standa minnst í 2 tíma. Fletjið degið út og skerið í bita bakið í 180 gráðu heitum ofni í 5-10 mínútu

Previous
Previous

Vanillukrem og marengs með jarðarberjum og bláberjum

Next
Next

Trönuberja og pistasíu kökur með smjörkremi