Djúpsteiktur camembert með hindberjasultu
Uppskriftin er fyrir 4
2 stk camembert
2 stk egg
100 ml mjólk
300 gr hveiti
300 gr hvítur brauðraspur
2 litrar canola olía til steikingar
Skerið Camembertinn í helming langsum og svo í helming þversum. Pískið mjólkina og eggin saman. Veltið ostinum
Fyrst upp úr hveitinu, því næst út í eggja og mjólkurblönduna og endið á raspinum. Þetta þarf að gera tvisvar sinnum. Hitið oíuna í pott upp í 180 gráður setjið ostinn út í 2 skömmtum. Steikið ostinn þar til hann er gullin brúnn…
Hindberjasulta
300 gr frosin hindber
200 gr sykur
þurkað chili á hnífsoddi
2 tappar portvín
Blandið öllu saman í pott og sjóðið við væga suðu í 30 mínútur. Maukið í blender og kælið.