Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti

Uppskriftin er fyrir 4

 
 

Rjúpubringa

  • 4 stk rjúpubringur 

  • 20 gr smjör 

  • olía til steikingar 

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar úr kvörn 

Setjið bringurnar á heita pönnu með olíu og brúnið í 45 sek á annarri hliðinni, snúið þeim við og bætið smjörinu út á pönnuna. Steikið bringurnar á hinni hliðinni í 45 sek og ausið smjörinu yfir á meðan. Setjið í eldfast mót með álpappír yfir og látið hvíla þar undir í 10 mín. Skerið bringurnar og kryddið með saltinu og piparnum.   


Kremað grænkál með gráðosti

  • 2 pokar grænkál   (200 gr)

  • ½ líter rjómi  

  • 2 stk skallotlaukur (gróft skorinn)

  • 1 msk grænmetisþurrkraftur 

  • safi úr ½ sítrónu 

  • sjávarsalt 

  • svartur pipar úr kvörn

  • 40 gr gráðostur 

Skerið stilkinn af grænkálinu og hendið. Setjið grænkálsblöðin í pott með skallotlauknum og rjómanum. Kveikið undir pottinum og setjið á rúmlega hálfan styrk, Bætið gráðostinum út í og sjóðið allt saman í 10 mín. Smakkið til með grænmetiskraftinum, sítrónusafanum og saltinu og piparnum 


Meðlæti 

  • 1 stk fennel

  • 1 box bláber  

  • 2 stk radísur

Skerið radísurnar og fennelið þunnt í mandólini eða með hníf og setjið á diskinn í kringum rjúpuna ásamt bláberjunum.

Jólakryddaðar möndlur 

  • 150 gr möndlur 

  • 2 msk hunang 

  • ½ tsk cayanna

  • ½ msk svartur pipar úr kvörn 

  • 1 tsk kanill  

  • ½ tsk negull

  • 1 tsk sjávarsalt 

Setjið möndlurnar í 150 gráðu heitan ofninn í 30 mín. Takið út úr ofninum og setið hunangið yfir þær ásamt kryddinu og blandið öllu saman.  Setjið inn í ofninn í 10 mín. Takið út úr ofninum og setjið á smjörpappír.

Previous
Previous

Epla og brómberjakaka með vanillumascarapone kremi

Next
Next

Humarsalat á smjördeigsbotni með grilluðum aspas og sítrónu