Epla og brómberjakaka með vanillumascarapone kremi

Uppskriftin er fyrir 4

 
 

Fylling í böku  

  • 2 stk epli græn 

  • 250 gr brómber 

  • 2 1/2 msk maizenamjöl 

  • 50 gr sykur  

Skrælið og skerið eplin í teninga og setjið í skál með brómberjunum hellið sykrinum og maizenanu yfir eplin og brómberin og blandið öllu vel saman. 

Mascarapone krem 

  • 250 gr mascarapone krem 

  • 100 gr hrásykur 

  • 1 stk vanillustöng 

  • 1 stk börkur af sítrónu 

Þeytið allt saman þar til kremið er orðið mjúkt og setjið í sprautupoka 


Bökudeig 

  • 200 gr smjör 

  • 200 gr hrásykur 

  • 225 gr hveiti (sigtað)

  • 1 tsk lyftiduft (sigtað)

Þeytið smjör og hrásykur saman þar til það er orðið ljóst og létt.

Bætið þurrefnunum saman við smjörið og sykurinn og blandið varlega saman Hjúpið pæ formið með ca 60 % af deiginu passið að hafa deigið jafn þykkt allsstaðar. Hitið ofninn upp í 180 gráður. Setjið eplin og brómberin ofan á bökudeigið. Sprautið mascaraponekreminu yfir eplin og brómberinn og endið svo á að hjúpa allt saman með afgangnum af bökudeiginu. Bakið í 40 mín eða þar til skorpan er orðin gullin brún.

Previous
Previous

Hreindýravöðvi í sveppahjúp

Next
Next

Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti