Heilsteikt önd með sveppa og trönuberjafyllingu
Uppskriftin er fyrir 4
Pækill
9 litrar vatn
360 gr salt
30 stk piparkorn
30 stk kórianderfræ
6 stk kardimommur
6 stk lárviðarlauf
6 stk kanilstangir
6 stk anisstjörnur
Sjóðið allt saman og kælið . Setjið öndina út í og látið hana standa í pæklinum í 20 klst. Takið öndina úr pæklinum setjið hana á bakka með grind í botninn og látið hana standi í kælinum í 1 sólahring.
Fylling
4 hvítar brauðsneiðar( skerið skorpuna utan af)
1 stk lítill skalottlaukur
1stk portóbellósveppur
½ meðalstór nípa
1 box sveppir
4 msk þurrkuð trönuber
½ hvítlauksgeiri fínt rifinn
2 egg
125 ml rjómi
100 gr smjör
4 msk maple síróp
1 stk sítróna
1 stk aliönd
Skrælið og skerið brauðið, skallotlauk, portóbellosvepinn, nípuna og sveppina niður í fallega bita og setjið í skál. Bætið trönuberjunum, hvítlauknum, eggjunum og rjómanum út í og kryddið með saltinu og piparnum. Linið að lokum upp smjörið og hellið yfir blönduna. Fyllið öndina og setjið hana í 150 gráðu heitann ofninn og eldið í ca 3 tíma.Ausið fitunni sem kemur af öndinni yfir á ca 30 mínótna fresti. Þegar 2 tímar voru liðnir penslað þá öndina með hlynsírópi og rífið yfir hana börk af ½ sítrónu.