Steiktur saltfiskhnakki með lauksultu, tómat-vinaigrette og sinnepskartöflumús.
Uppskriftin er fyrir 4
Saltfiskurinn
800 gr saltfiskhnakkar
Hveiti
Ólífuolía til steikingar
Skerið saltfiskinn í ca. 200 gr steikur. Þerrið fiskinn með pappír og veltið honum svo upp úr hveitinu. Hellið ólífuolíunni á steikarpönnu svo að hún nái allavega 2 cm dýpt. Hitið olíuna og steikið fiskinn í ca. 3 mín á hvorri hlið eða þar til saltfiskurinn er orðinn gullin brúnn.
Sinnepskartöflumús
4 stk bökunarkartöflur (fullbakaðar og afhýddar)
2 msk grófkornasinnep
½ liter rjómi
sjávarsalt
Setjið kartöflurnar í pott með rjómanum og sjóðið saman í ca. 7 mín. Bætið sinnepinu út í og smakkið til með saltinu.
Lauksulta
4 stk hvítir laukar
3-4 msk Olía
1 msk fínt skorin steinselja
Sherryedik
Sjávarsalt
Svartur pipar úr kvörn
Skrælið og skerið laukinn fínt niður. Hellið olíu í pott, setjið laukinn í pottinn og eldið við lágan hita í ca. 1 klst eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur í gegn. Smakkið laukinn til með sherry edikinu og saltinu og piparnum.
Tómat-vinaigretta
150 ml ólífuolía
4 stk plómutómatar
1 stk laukur
2 stk hvítlauksgeirar
2 msk fínt skorinn graslaukur
1 msk dijonsinnep
1 msk sherry edik
1 tsk sykur
½ tsk fennel fræ (ristuð og brotin í morteli)
Sjávarsalt
Svartur pipar úr kvörn
Skerið tómatana í fernt og setjið ca. 1 msk af olífuolíu út á pönnuna og steikið tómatana í 2 mín á hvorri hlið. Bætið restinni af olíunni út á pönnuna ásamt, lauknum og hvítlauknum og eldið í ca. 5 mín í viðbót. Hellið öllu af pönnunni í skál og hrærið svo restinni af hráefnunum vel saman við og smakkið til með saltinu og piparnum.