Laxaflök í engifer- og döðludressingu með bökuðu grænmeti í grískri jógúrt og myntu

Uppskriftin er fyrir 4

 
 

Laxaflök í engifer- og döðludressingu

  • 800 gr. laxaflök roð og beinlaus 

  • 60 gr. döðlur 

  • 1 stk lítill skallotlaukur (afhýddur)

  • ½ hvítlauksrif (afhýtt)

  • 4 msk sojasósa 

  • 1 stk ferskur rauður chili (kjarnhreinsaður)

  • 1 stk appelsína (afhýdd og skorinn í ca. 8 bita) 

  • 50 ml ólífuolía 

  • 50 ml appelsínusafi

  • 50 gr engifer (fínt rifið)

  • 175 gr grísk jógúrt

Setjið allt hráefnið nema laxaflökin í blender og vinnið saman í ca. 1 mín eða þar til allt er orðið maukað saman. Takið helminginn af dressingunni, veltið laxinum upp úr henni og kryddið laxinn með salti og pipar. Takið hinn helminginn af dressingunni og setjið í skál og berið fram með laxinum. 


Bakað grænmeti í grískri jógúrt með myntu 

  • 200 gr sellerí (fínt skorið)

  • 1 stk súkíní (gult eða grænt - þunnt skorið)

  • ½  stk rauðlaukur (skrældur og fínt skorinn)

  • 175 gr grísk jógúrt 

  • 3 msk af fínt skorinni myntu 

  • 1 msk grænmetisþurrkraftur 

  • 1 msk maple sýróp

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar 

Setjið grísku jógúrtina, myntuna, grænmetiskraftinn og maple sýrópið saman í stóra skál og blandið vel saman. Bætið skorna grænmetinu út í skálina og blandið saman. Smakkið til með saltinu og piparnum. Setjið grænmetið í botninn á eldföstu móti og leggjið laxaflökin yfir grænmetið. Setjið inn í 180 gráðu heitan ofninn í 25 mín.

ER3068.jpg
Previous
Previous

Steiktur saltfiskhnakki með lauksultu, tómat-vinaigrette og sinnepskartöflumús.

Next
Next

Bakaður lax með fennel-appelsínu-radísu salati og estragonsósu