Salat með grilluðum kartöflum, reyktri bleikju, grilluðum aspas og dill-kapers dressingu.

Uppskriftin er fyrir 4

 
 

Grillaðar kartöflur 

  • 2 stk bökunarkartöflur

  • ólífuolía 

  • sjávarsalt 

  • svartur pipar úr kvörn 

Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar og veltið þeim upp úr ólífuolíu og kryddið vel með salti og pipar. Setjið á heitt grillið og grillið í 5 mín á hvorri hlið en snúið kartöflunum á grillinu í 90 gráður eftir 2 mín. Takið kartöflunar af grillinu og látið kólna 

Kapers dressing 

  • 100 ml ólífuolía 

  • 2 msk dijonsinnep 

  • 1 msk hunang 

  • 2 msk fínt skorinn rauðlaukur

  • 2 msk kapers 

  • ½ bréf gróft skorið dill 

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar úr kvörn

Setjið ólífuolíuna, sinnepið og hunangið saman í skál og pískið saman í ca. 1 mín. Bætið restinni af hráefninu út í og smakkið til með saltinu og piparnum.


Meðlæti fyrir salat 

  • 2 stk súrdeigbrauðsneiðar 

  • ólífuolía 

  • 1 stk hvítlauksgeiri 

  • ½ sítróna 

  • 1 flak reykt bleikja 

  • 2 stk soðinn egg 

  • 8 stk ferskur aspas

  • 1 poki salat 

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar

Penslið brauðið upp úr ólífuolíu og nuddið það vel með hvítlauk og sítrónu. Setjið brauðið á heitt grillið og grillið það þar til það er orðið stökkt. Takið af grillinu og látið kólna og skerið í teninga. Roðflettið bleikjuna og skerið hana niður í fallega strimla. Skerið eggin smátt niður. Veltið aspasnum upp úr ólífuolíu, kryddið hann til með salti og pipar og grillið í 2-3 mín á hvorri hlið. Raðið salatinu saman með kartöflunum og dreifið kapers dressingunni yfir 

Previous
Previous

Brunch pizzza með pestó eggjum pepperoni pylsum og kotasælusalati

Next
Next

Aspas með pocheruðu eggi, hráskinku, ostinum feykir og beikonvinagrette