Aspas með pocheruðu eggi, hráskinku, ostinum feykir og beikonvinagrette

Uppskriftin er fyrir 4

 
 

Beikonvinagretta 

  • 100 gr hakkað beikon 

  • 100 ml ólífuolía 

  • 1 msk sinnep 

  • 1 msk skallotlaukur (fínt skorinn)

  • 100 ml olífuolía 

  • 1 stk sítróna 

  • 1 msk fínt skorinn rauður chili

  • 1 msk fínt skorinn graslaukur  

Steikið beikonið á pönnu þar til það er stökkt, hellið á pappír og þerrið. Setjð dijonsinnepið í skál og hellið ólífuolíunni varlega út í og hrærið með písk í á meðan. Kreistið safann úr sítrónunni út í skálina og blandið saman. Setjið beikonið og allt hitt hráefnið út í skálina og blandið öllu saman með skeið. Smakkið til með salti eftir smekk.


Aspasinn og eggið 

  • 20 stk grænn aspas 

  • 4 stk egg 

  • 8 sneiðar hráskinka 

  • 1 msk ljóst edik

  • Feykir 

  • 50 gr smjör 

  • Olífuolía 

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar úr kvörn

Setjið aspasinn á pönnu með ólífuolíu og smjöri og eldið í 3-5 min eða þar til aspasinn er mjúkur undir tönn. Pennslið brauðið með ólífuolíu á báðum hliðum og kryddið með salti og pipar, grillið á grillpönnu. Brjótið eggin í 4 litlar skálar. Sjóðið vatn í 2-3 litra potti með edikinu í, slökkvið undir pottinum og hellið eggjunm varleg út í potinn 1 stk í einu. Látið eggin eldast í pottinum í 3 min og takið þau svo upp úr pottinum með skeið, Setjið eggin á disk með eldhúsrúllu og þerrið eggin. Raðið öllu saman fallega ofan á brauðið og rífið ostinn yfir og kryddið með saltinu og piparnum

Previous
Previous

Salat með grilluðum kartöflum, reyktri bleikju, grilluðum aspas og dill-kapers dressingu.

Next
Next

Shakshouka - afrískur eggjaréttur