Shakshouka - afrískur eggjaréttur

Uppskriftin er fyrir 4

 
 
  • ½ tsk broddkúmen 

  • 180 ml ólífuolía 

  • 2 laukar (skorinn í strimla) 

  • 2 rauðar paprikur (skornar í strimla)

  • 2 appelsínugular paprikur (skornar í strimla) 

  • 2 tsk sykur 

  • 2 lárviðarlauf

  • 1 tsk timian 

  • 2 msk koríander (fínt skorinn)

  • 4 tómatar (gróft skornir)

  • ½ tsk saffran 

  • 1/8 tsk cayennepipar 

  • 4 stk egg

  • Sjávarsalt og svartur pipar úr kvörn

Ristið broddkúmenið á heitri pönnu. Bætið ólífuolíunni út á pönnuna með lauknum, paprikunni, timianinu, sykrinum og lárviðarlaufunum og eldið í 7 mín. Bætið svo tómötunum, cayennepiparnum og saffraninu saman við og eldið í ca 15 mín í viðbót. Smakkið til með saltinu og piparnum. Takið lárviðarlaufin úr og gerið 4 göt í pönnuna og brjótið eggin varlega ofan í götin. Hafið helluna á lágum hita og setjið lokið yfir pönnuna og eldið í ca 7 mín í viðbót. Kryddið yfir eggin með salti og pipar og stráið kóriandernum yfir alla pönnuna.

Previous
Previous

Aspas með pocheruðu eggi, hráskinku, ostinum feykir og beikonvinagrette