Brunch pizza með pestó eggjum pepperoni pylsum og kotasælusalati
Uppskriftin er fyrir 4
Pestó
120 gr ristaðar kasjúhnetur
1 hvítlauksrif
100 gr parmesan
40 gr basil
40 gr spínat
200 ml ólífuolía
Fínt salt
Setjið allt saman í matvinnsluvél og maukið saman, smakkið til með saltinu.
Kotasælusalat
200 gr kotasæla
½ stk rauð paprika ( smátt skorin)
2 msk fínt skorinn graslaukur
½ stk sítróna börkurinn og safinn
Setjið allt saman í skál nema sítrónuna, rífið börkinn af sítrónunni og kreistið safann úr henni yfir. Blandið öllu saman.
Pizzan
1 pakki tilbúið pizza deig
150 gr Stjörnugrís pepperoni pylsur
6 egg
1 stk vorlaukur (fínt skorinn )
150 gr skornir sveppir
Pestó
Pizza ostur 1 pakki
Sjávarsalt
Svartur pipar úr kvörn
Skerið pylsurnar niður og steikið á pönnu með sveppunum og kryddið með saltinu og piparnum. Fletjið pizza deigið út og penslið það með pestóinu, dreifið ostinum jafnt yfir allt pestóið og dreyfið svo pylsunum, sveppunum og vorlauknum jafnt yfir ostinn. Brjótið eggin og setjið á pizzabotninn, bakið pizzuna í 200 gráðu, heitum ofni í 15 min.
Berið fram með kotasælusalatinu og smá auka pestói