Kartöflu frittada með aspas og kryddpylsum
Uppskriftin er fyrir 4
1 stk rauðlaukur
1 búnt ferskur aspas
200 gr Stjörnugrís cheddar og chipotle pylsur (skornar í bita)
250 gr soðnar og skrældar kartöflur (skornar í bita)
8 egg
50 gr parmesanostur (rifinn)
1 stór kúla mozzarellaostur
2 msk fínt skorinn graslaukur
Olífuolía til steikingar
Sjávarsalt
Pipar úr kvörn
Skrælið og skerið laukinn í þunnar sneiðar, skerið trénaða endann af aspasnum og skerið hann svo í fernt. Hitið pönnu með ólífuolíu, steikið laukinn, aspasinn og kryddpylsurnar við vægan hita í ca 3 min. Bætið kartöflunum út á pönnuna og steikið í ca 3 min í viðbót. Pískið eggin og parmesanostin saman í skál og kryddið með salti og pipar. Hellið eggjunum yfir og blandið þeim saman við grænmetið með sleif. Rífið mozzarellostinn með höndunum yfir pönnuna. Setjið pönnuna inn í 180 gráðu heitann ofninn í 15 min. Eða þar til eggin eru elduð í gegn. Berið fram með kirsuberjatómötum, klettasalati og góðri ólífuolíu .