Sætt eggjabrauð með vanillu sýrðum rjóma og jarðarberjum

Uppskriftin er fyrir 4

 
 
  • 1 stk hvítt brauð (óskorið - skorið í fjórar þykkar sneiðar)

  • 4 egg

  • 2 msk rjómi

  • 5 msk mjólk

  • Rifinn börkur af ½  appelsínu

  • ½ tsk kanill

  • 100 gr smjör

  • 1 Box jarðaber

  • 1 kvistur mynta (fínt skorin)

  • 2 msk flórsykur 

Blandið saman eggjum, rjóma, mjólk, appelsínuberki og kanil. Dýfið einni brauðsneið í einu ofan í blönduna. Hitið pönnu við meðalhita og setjið smjörið á pönnuna. Steikið brauðið á hvorri hlið þar til sneiðarnar eru orðnar gylltar að lit. Skerið jarðaberin í fernt og setjð í skál með myntunni. Setjið flórsykurinn í fínt sigti og dreifið flórsykri jafnt yfir brauðsneiðarnar. 


Vanillu sýrður rjómi 

  • 1 dós 36 % sýrður rjómi

  • 3 msk flórsykur 

  • 1 msk vanilludropar 

Setjið allt hráefnið saman í skál og blandið saman  

Next
Next

Kartöflu frittada með aspas og kryddpylsum