Gulrótarsúpa með trönuberjum ristuðum grakersfræjum og grískri jógúrt

Uppskriftin er fyrir 6-8

 
 
  • 800 ml kókosmjólk 

  • 300 gr laukur (skrældur)

  • 800 gr gulrætur (skrældar)

  • 1200 ml vatn 

  • 25 gr engifer (skrælt)

  • 500 ml appelsínusafi 

  • Fínt salt 

Setjið gulrætur, lauk og vatn saman í pott og sjóðið saman í ca 30 mín. Bætið appelsínusafanum og engiferinu saman við og sjóðið í 5 mín í viðbót. Setjið svo kókosmjólkina saman við og maukið saman með töfrasprota og smakkið til með saltinu.

Berið fram með ristuðum graskersfræjum, grískri jógúrt og trönuberjum.

ER2966.jpg
Next
Next

Gúllassúpa