Nachos borgari með pico de gallo og mexico-ostadressingu
Uppskriftin er fyrir 4
u.þ.b. 550 - 600 gr nautahakk
1 tsk cumin
1 tsk sambal oelek
70 gr mulið nachos
½ mexico ostur
1 msk sjávarsalt
4 ostsneiðar / eða rifinn ostur
4 stk hamborgara brauð
Myljið nachosið niður í skál með höndunum. Rífið ostinn niður með rifjárni og setjið út í skálina og bætið öll hinu hráefninu út í. Blandið öllu vel saman með höndunum. Skiptið blöndunni upp í 4 hluta og mótið í fjóra hamborgara u.þ.b.150 gr hvor fyrir sig.
Hitið grillið og grillið hamborgarana í 4 mín á hvorri hlið. Setjið ostinn á borgarana í lokin og takið þá af þegar osturinn er bráðinn.
Pico di gallo
1 box sólskinstómatar (250 gr)
2 msk fínt skorin rauðlaukur
1 msk fínt skorið rautt chili
1/3 bréf kóríander gróft saxað
1 tsk flórsykur
½ lime (fínt rifinn börkur og safi)
2 msk ólífuolía
sjávarsalt
Setjið rauðlaukin í skál ásamt flórsykrinum og hrærið vel saman, látið rauðlaukinn svo standa í 10 min.
Skerið hvern tómat í 8 bita og setjið þá í skálina með rauðlauknum. Bætið chili, kóríander, limesafa og ólífuolíunni út í skálina og hrærið öllu vel saman og smakkið til með saltinu.
Ostadressing
½ mexico-ostur
1dós 18 % sýrður rjómi (180gr)
½ tsk hvítlauksduft
½ lime (safinn og börkurinn)
1 tsk hlynsíróp
Rífið ostinn niður með rifjárni og setjið í skál með sýrða rjómanum, bætið hvítlauknum, fínt rifnum lime berkinum og lime safanum út í ásamt hlynsírópinu og smakkið til með saltinu í lokin.