Nautabollur með tómatchilidressingu
og tagliatelle pasta
Uppskriftin er fyrir 4
Nautbollur
600 gr nautahakk
1 hvítlauksrif (fínt rifið)
½ msk cumin (malað)
½ tsk stjörnuanis (malaður)
1 msk reykt paprikuduft
1 tsk laukduft
1 tsk sambal oelek
1 egg
50 gr hafrar
50 gr sellerí (fínt skorið)
50 gr gulrætur (smátt skornar)
Svartur pipar úr kvörn
1 og 1/2 msk Sjávarsalt
Setjið allt hráefnið saman í skál. Hnoðið það saman með höndunum og gerið ca. 40 gr bollur úr hakkinu. Hitið ofninn upp í 200 gráður og setjið bollurnar inn í ofninn í 14 mín.
Tagliatelle pasta
1 pakki tagliatelle pasta
Sjóðið eftir leiðbeiningum á pakka
Tómatchilidressing
1msk cumin
1 msk oregano
1 msk sambal oelek
2 msk hrísgrjónaedik
1 stk hvítlauksrif
½ msk svartur pipar
250 ml tómatar í dós
50 ml ólífuolía
½ tsk salt
Setjið allt hráefnið saman í blender og vinnið saman í ca 2 mín.
Berið fram með rifnum Parmesan osti og nýbökuðu brauði.