Stökk kjúklingalæri með salthnetudressingu og hvítkálsmyntusalati

Uppskriftin er fyrir 4

 

Kjúklingur

  • 800 gr upplæri á beini 

Soð fyrir kjúkling 

  • 1200 ml vatn 

  • 500 ml ljóst edik 

  • 6 stk hvítlauksgeirar 

  • 6 stk lárviðarlauf 

  • 1tsk svört piparkorn 

  • 2 msk sykur 

  • 1 msk chiliflögur 

  • 1 msk salt 

Setjið allt saman í pott og sjóðið varlega upp á blöndunni. Setjið svo lærin út í og sjóðið þau í blöndunni við vægan hita í ca. 20 mín eða þar til kjúklingurinn hefur náð 74 gráðum í kjarnhita. Takið kjúklinginn upp úr og setjið á bökunargrind með bökunarplötu undir og látið vökvann leka af honum í ca. 30 mín. Þerrið restina af vökvanum af með eldhúsrúllu.

 

Hjúpur fyrir kjúkling 

  • ½ liter súrmjólk 

  • 250 gr hveiti 

  • 1 tsk paprikuduft 

  • ½ tsk nýmalaður svartur pipar 

  • 2 lítrar canolaolía til djúpsteikingar 

Blandið hveitinu, paprikuduftinu og piparnum saman í eldfast mót. Veltið kjúklingnum upp úr súrmjólkinni og setjið hann svo í hveitiblönduna. Látið kjúklinginn standa í ca 20 mín áður en þið djúpsteikið hann. Hitið pott með olíunni í upp í 180 gráður eða djúpsteikingar pott og steikið kjúklinginn þangað til hann er orðinn gylltur að utan.

Salthnetudressing 

  • 100 ml hnetusmjör 

  • 100 ml volgt vatn 

  • 1 msk maplesíróp 

  • 1 msk sojasósa 

  • 1 msk fiskisósa 

  • 2 msk sriracha sósa 

  • 100 gr salthnetur gróft skornar 

Blandið öllu hráefninu nema salthnetunum saman í skál með písk og bætið salthnetunum útí í endann.


Hvítkáls- og myntusalat

  • ½ fínt skorinn chili 

  • ½ haus hvítkál fínt skorið (ca 300 gr) 

  • 2 msk mynta gróft skorin

  • 1 poki radísur 

  • ½ agúrka 

  • 50 ml olífuolía 

  • 2 msk sojasósa 

  • safi og börkur af 1 lime

Skerið radísurnar í þunnar ræmur í mandólíni og agúrkurnar í strimla. Setjið allt hráefnið saman í skál, rífið lime börkinn og kreistið lime safann yfir. Blandið öllu vel saman.

Meðlæti

  • Lime bátar 

  • Gróft skorinn kóríander

ER2638.jpg
Previous
Previous

Heimalagað pasta með kjúklingabollum, spínatsósu og portóbellósveppum

Next
Next

Kjúklingasalat með sinneps- appelsínudressingu og avacadómauki