Salatblaðs taco með léttsýrðu grænmeti, kotasælusalati og grilluðum kjúklingalundum í hot sauce

Uppskriftin er fyrir 4

 
 

Léttsýrt grænmeti

  • safi úr 1 sítrónu  

  • 2 msk agave síróp

  • 2 msk ólífuolía 

  • 200 gr gulrætur (skrældar)

  • 4 sellerí stilkar (skrældir með skrælara)

  • 2 msk eplaedik  

  • Sjávarsalt    

Setjið sítrónsafann, agave sýrópið og ólífuolíuna saman í skál og blandið vel saman með písk. Skerið allt grænmetið fínt niður og setjið út í skálina og smakkið til með salti og pipar 

Grillaðar kjúklingalundir í sriracha sósu

Marinering 

  • 600 gr kjúklingalundir 

  • 1 lime 

  • 2 msk sriracha sósa 

  • sjávarsalt 

Setjið lundirnar í fat með sósunni og limesafanum.  Kryddið með salti og veltið lundunum vel upp úr öllu saman. Setjið lundirnar í efri hilluna á sjóðandi heitt grillið og grillið í 3 mín á hvori hlið eða þar til lundirnar eru eldaðar í gegn. 

Kotasælusalat

  • 500 gr kotasæla

  • 4 stk fínt skorinn vorlaukur 

  • 1 stk rauð paprika smátt skorin

  • börkur og safi af 1 stk lime 

  • 1/3 kórianderbréf 

  • 1 tsk sambal oelek chilimauk

  • sjávarsalt 

Setjið allt hráefnið saman í skál og smakkið það til með salti.

Meðlæti 

  • 1 haus iceberg salat 

  • 1/3 kórianderbréf 

Takið salatblöðin utan af iceberg salatinu og rífið kórianderinn niður. Setjið allt hráefnið á borðið og raðið ykkar tacoi saman eftir smekk.

ER3080.jpg
Previous
Previous

Kjúklingabringur í pistasíu kryddhjúp með kremaðri sveppasósu, tagliatelle shitakesveppum og kokteil

Next
Next

Kjúklingabringa á súrdeigsbrauði með epla hrásalati og avokadó frönskum