Mexikóskur pottréttur með kjúkling og maís -svartbaunasalsa

Uppskriftin er fyrir 4

 
 

Pottréttur 

  • 1 stk rauðlaukur skrældur og gróft skorinn

  • 1stk gul paprika kjarnhreinsuð og gróft skorin

  • 1 stk rauð paprika kjarnhreinsuð og gróft skorin

  • 4 hvítlauksgeirar skrældir og gróft skornir 

  • 300 gr kartöflusmælki skorið í helming 

  • 700 gr úrbeinuð kjúklingalæri 

  • Olía til steikingar 

  • 4 msk fínmalað cummin 

  • 2 msk laukduft 

  • 1 msk sambal oelek chilimauk

  • 6 msk worcestershire sósa

  • 2 dósir niðursoðnir tómatar 

  • 200 ml vatn 

  • 1 tsk Kjúklingkraftur 

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar úr kvörn

Hellið olíu í pott og létt steikið allt grænmetið. Takið grænmetið upp úr pottinum og brúnið kjúklinginn þar til hann er orðinn gullin brúnn. Setjið grænmetið út í pottinn með kjúklingnum og bætið kryddunum chilimaukinu og worcestershire sósunni út í ásamt tómötunum. Látið malla í pottinum í ca 35 mín - smakkið til með sjávarsaltinu. Gott er að bera þennan rétt fram með sýrðum rjóma og nachos.


Maís og svartbaunasalsa 

  • 1 stk 280 gr dós niðursoðinn maís 

  • ½ stk 400 gr dós niðursoðnar svartar baunir 

  • ½ stk fínt skorinn chilipipar 

  • 2 msk fínt skorinn kóriander 

  • 2 stk fínt skorinn vorlaukur 

  • ½ box kirsuberjatómatar skornir í 4 bita

  • Sjávarsalt 

  • 3 msk ólífuolía 

Blandið öllu saman og smakkið til með saltinu. 

ER3040.jpg
Previous
Previous

Kjúklingasalat með sinneps- appelsínudressingu og avacadómauki

Next
Next

Kjúklingabringur í pistasíu kryddhjúp með kremaðri sveppasósu, tagliatelle shitakesveppum og kokteil