Marokkóskur kjúklingur með kínóasalati og sítrónu kryddolíu
Uppskriftin er fyrir 4
1 stk heill kjúklingur
Kryddblanda fyrir kjúkling og kryddolíu
1 msk malað cumin
1 msk malaður engifer
½ msk salt
1 msk grófmalaður svartur pipar
2 msk malaður kóriander
½ tsk negull duft
½ tsk cayenne duft
Blandið öllum kryddunum saman og takið 2 msk af kryddblöndunni til hliðar fyrir kryddolíuna. Kryddið kjúklinginn með kryddblöndunni allan hringinn og setjið inn í 190 gráðu heitan ofn og eldið í 70 mín eða þar til að hann hefur náð 73°c í kjarnhita.
Kryddolía fyrir kínóasalat
200 ml ólífuolía
½ stk sítróna (safinn og börkurinn)
2 msk kryddblandan
1/3 bréf kóriander
2 tsk hunang
1 msk sjávarsalt
Setjið allt hráefnið saman í blender og blandið saman í ca 1 mín. Notið uþb. ¼ af kryddolíunni út í kínóa salatið og notið restina af olíuna sem sósu með kjúklingnum.
Kínóasalat með kryddolíu og kóriander
400 gr soðið kínóa (kalt)
½ stk gúrka
1 stk granatepli
1 stk rauð paprika
½ poki spínat
1/3 kórinder bréf
1 msk kryddblandan
¼ af kryddolíunni
1 stk lime
gróft salt
Svartur pipar úr kvörn
Sjóðið kínóað eftir leiðbeningum á pakka og setjið í skál og kælið niður. Skerið gúrkuna eftir endilöngu og skafið kjarnann úr henni með skeið. Skerið gúrkuna smátt niður. Hreinsið kjarnana úr granateplunum og skerið paprikuna smátt niður. Setjið svo allt saman í skál með kínóanu, spínatinu, kóriandernum og kryddolíunni og hrærið öllu varlega saman. Rífið börkinn af lime-inu með fínu rifjárni og kreistið safann út í skálina og blandið saman, smakkið til með salti og pipar.