Rauðkál

Uppskriftin er fyrir 10

 
 
  • 1 haus rauðkál

  • 1 stk grænt epli

  • 200 gr sykur

  • 150 ml borðedik

  • 100 ml solberjasaft

Kryddpoki 

  • 1 stk kanillstöng

  • 2 stk negull

  • 8 einiber

  • 2 lárviðarlauf

  • 12 stk allspice korn 

  • Börkur af einni appelsínu.

  • Grisja og garn

Fjarlægið kjarnan úr rauðkálinu og skerið það niður í þunnar ræmur. Skrælið og skerið eplið niður í fallega teninga. Búið til kryddpokann og setjið allt saman í pott og sjóðið við mjög væga suðu í ca eina klukkustund eða þar til kálið er orðið mjúkt undir tönn.  

Previous
Previous

Eplasalat

Next
Next

Hreindýravöðvi í sveppahjúp