Lambafille í kartöfluhjúp með kremuðum sveppum og blaðlauk

Uppskriftin er fyrir 4

 
 
  • 800 gr fullhreinsað lambafille 

  • 4 stk bökunar kartöflur (skrældar) 

  • 100 gr brauðraspur 

  • ½ poki steinselja (fínt skorin)

  • ólífuolía 

  • svartur pipar úr kvörn 

  • Sjávarsalt


Skerið kartöflurnar í mandólíni í fína strimla og leggið á klút og vindið vökvann úr þeim. Skerið lambafilleið í ca. 200 gr steikur, veltið því upp úr brauðraspinum og kryddið með saltinu og piparnum. Hitið pönnu með ólífuolíu á í rúmlega hálfan styrk. Setjið ¼ af kartöflustrimlunum á miðja pönnuna og dreifið úr þeim, steikið þær á annarri hliðinni þar til þær eru orðnar gullin brúnar og kryddið með salti og pipar. Hellið kartöflunni á viskustykki með stökku hliðina niður. Dreifið steinseljunni yfir kartöfluna, setjið lambafilleið í miðjuna á henni og rúllið kartöflunni utan um filleið með viskustykkinu þéttingsfast. Endurtakið fyrir hverja steik fyrir sig. Setjið inn í 200 gráðu heitan ofninn í 13 mín. Takið út og látið hvíla í 10 mín.



Kremaðir sveppir og blaðlaukur

  • 2 stk portóbellósveppir 

  • 1 box kastaníu sveppir 

  • ½ líter rjómi 

  • 1 hvítlauksgeiri (fínt rifinn)

  • 2 stk blaðlaukur (gróft skorinn)

  • ½ teningur sveppakraftur 

  • 2 msk rauðvínsedik

  • Sjávarsalt 

  • Svartur pipar úr kvörn 

  • 2 msk estragon (fínt skorið) 

Skerið sveppina í grófa bita og setjið í pott með blaðlauknum, hvítlauknum, sveppakraftinum og rjómanum. Sjóðið allt saman við væga suðu í 15 mín. og smakkið til með rauðvínsedikinu, saltinu og piparnum. Blandið að lokum estragoninu saman við.

ER2572.jpg
Previous
Previous

Hægeldaður lambaskanki með osta kartöflumús og reyktri paprikusósu

Next
Next

Lambafille Wellington