Uppstúf/jafningur

Uppskriftin er fyrir 6-8

 
 
  • 60 gr smjör

  • 120 gr hveiti

  • 800 mjólk 

  • 5 gr fínt salt

  • 70 gr sykur

Lagið smjörbolluna fyrst með því að bræða smjörið og hella hveitinu út í smjörið og blanda því saman.

Hellið mjólkinni í pott og látið suðuna koma upp, þegar mjólkin er við suðumark bætið þið smá saman smjörbollunni  út í mjólkina og hrærið stöðugt í  á meðan. Þykkið eftir smekk og látið sjóða í ca 4 mínútur. Smakkið til með saltinu og sykrinum.

Previous
Previous

Graflax og graflaxssósa

Next
Next

Eplasalat